Tökum nú á móti notuðum umbúðum

Með umhverfisvitund að leiðarljósi þá eru umbúðir okkar úr áli. Orkusparnaðurinn sem næst við endurvinnslu áls er gríðarlegur, en það sparast 95% þeirrar orku sem að annars færi í að vinna ál úr hefðbundnu hráefni (báxíti) með endvinnslunni og álið má endurvinna óendanlega oft.

Fólk á oft erfitt með að henda umbúðunum okkar, en það er alveg óhætt, því það má setja málmhluti beint í tunnuna. Móttöku-og flokkunarmiðstöðvar Sorpu flokka svo með sjálfvirkum hætti málma frá almennu heimilisrusli. Best er að setja dósirnar samt ekki í sjálfan ruslapokann, heldur beint í tunnuna.

Nú bjóðum við uppá þá þjónustu að þeir sem að kaupa vörurnar okkar á vefsíðu okkar eða eru í áskrift, geta skilað notuðum áldósum tilbaka með Dropp-sendlinum (þegar ný sending kemur í hús), sem sér svo um að farga dósunum hjá Málmaendurvinnslunni, kjósi þeir það frekar en að henda dósunum í tunnuna.

← Eldri færsla Nýrri færsla →

News

RSS
Ný vara – Bone Health Therapy

Ný vara – Bone Health Therapy

Feel Iceland

Það eru gleðitíðindi hjá Feel Iceland teyminu þar sem ný vara sem á sér enga líka er komin á markað eftir áralanga þróunarvinnu. Varan sem...

Lestu meira
Þeytari

Þeytari

Feel Iceland

Feel Iceland þeytarinn er tilvalinn til notkunar við að blanda kollagenduftinu út í heilta eða kalda drykki.        

Lestu meira