
Jana er reynslumikill heilsukokkur sem hefur helgað sér næringaríkum mat og vellíðan. Eftir 15 ár erlendis, þar af 12 ár sem eigandi veitingastaðarins Happ í Lúxemborg, flutti hún aftur heim til Íslands. Hún heldur núna upplifunarviðburði tengda heilsu, mataræði og vellíðan.
Um hollan mat og matargerð

- Jana fikraði sig áfram með næringaríkan mat og eldamennsku í gegnum brennandi áhuga á heilsu og vellíðan.
- Það sem skiptir Jönu miklu máli við eldamennskuna er að prófa sig áfram, nota gæðahráefni og gera hlutina einfalt.
- Mistök sem margir gera: setja sér of strangar reglur bæði í tengslum við næringargildi og missa gleðina yfir eldamennskunni og ferðalaginu sem lífið býður upp á.
- Jafnvægi milli hollustu og þess að njóta: allt snýst um að finna jafnvægið og gleðina, finnið eitthvað í ykkar umhverfi sem henta ykkur og þau hráefni sem ykkur þykja góð og einföld í meðhöndlun.
- Jana talaði einnig um mikilvægi þess að vera góðar fyrirmyndir sem foreldrar, bæði með því að elda hollan mat og borða hann með börnunum sínum. Forgangsraða tíma til þess að undirbúa, elda og setjast niður sem fjölskylda og borða saman.
- Hún mælir með að fólk prófi sig áfram í eldhúsinu, noti það sem þau eiga og undirbúi sig fyrirfram með því að sjóða mikið magn af byggi, búlgur eða öðrum góðum korntegundum. Gott er að eiga til egg, grænmeti, baunir og soðnar korntegundir sem hægt er að henda saman í næringarríkt salat.
Kollagen
- Jana kynntist kollageni fyrst í gegnum Feel Iceland og hefur notað það reglulega síðan.
- Hún telur kollagen nauðsynlegt fyrir sína heilsu og þá sérstaklega fyrir húð, hár, neglur og liði.
- Hún hefur fundið sína rútínu með því að taka kollagen daglega og telur lykilinn vera að tengja notkunina við eitthvað sem hún gerir alla daga.
- Hún notar kollagen reglulega í eldamennsku, svo sem í sósur, súpur, dressinga, boost og sæta bita.
Lokaorð og ráð til fylgjenda
- Daglegar venjur fyrir betri heilsu: Hreyfa sig reglulega, elda heima næringaríkan mat og eyða tíma með fjölskyldu
-
Ráð fyrir þá sem vilja bæta matarræðið: Byrja smátt, finna næringarríkt sem er bragðgott, prófa sig áfram í eldhúsinu og hafa gaman af ferlinu.
Takk fyrir samveruna og vonandi fékkstu gagnlegar ráð til að efla eigin heilsu og vellíðan!

- Gæðahráefni, jafnvægi og einfaldleiki. Það er mikilvægt að velja fersk, heilnæm hráefni, nýta það sem til er heima og einfalda sér hlutina með góðum undirbúningi.
2. Hvað geta foreldrar gert til að vera góð fyrirmyndir þegar kemur að heilsusamlegu mataræði?
- Borða mat með börnunum sínum. Það er mikilvægt að vera fyrirmyndir með því að elda mat og borða saman.
3. Hvernig getur maður byrjað að bæta heilsu sína með smá breytingum á mataræði?
- Byrjaðu smátt og finndu nærngaríkt sem er einnig bragðgott. Það skiptir máli að hafa gaman af ferlinu og prófa nýja hluti í eldhúsinu, eins og að nýta hráefni sem þú átt til staðar og undirbúa máltíðir/millimál fyrirfram.
4. Hvers vegna ætti maður að bæta kollageni í mataræðið?
- Kollagen getur hjálpað til við að bæta útlit húðar, styrkja hár og neglur, auk þess að styðja við liðheilsu. Að bæta kollageni við daglega rútínu, til dæmis í súpur, sósur eða dressingar er næringarrík viðbót við máltíðir.
5 ráð frá Jönu til að bæta heilsuna
-
Gefðu þér tíma: Gefðu sjálfum þér tíma til að fara í búð, borða og hreyfa sig.
- Hreyfðu þig reglulega: Regluleg hreyfing, sama á hvaða formi eða hversu mikið, getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu.
- Vertu fyrirmynd: Verum fyrirmynd barnanna okkar, eldum heima og borðum saman.
- Veldu næringarríkan mat: Reyndu að ná jafnvægi í mataræðinu og veldu góð hráefni sem næra líkama og sál.
- Prófaðu kollagen: Kollagen getur meðal annars stuðlað að heilbrigði húðar, hári og liðum, svo þú gætir prófað að bæta því í daglega rútínu.
Jana & Feel Iceland þriggja daga matarprógram