
Amino Marine Collagen frá Feel Iceland valin besta varan í flokki kollagen fæðubótaefna, hjá Beauty shortlist á dögunum. Þessi verðlaun eru 10 ára gömul þar sem fengnir eru sérhæfðir dómarar frá London, New York og Sidney sem nota vörurnar í 5 mánuði og velja síðan vinningshafana í kjölfarið. Það eru engir stuðningsaðilar eða auglýsendur á bakvið þessi verðlaun eins og mörg önnur. Það eru margir flokkar sem keppt er í og til að mynda hafa mörg þekkt snyrtivörumerki sem sérhæfa sig í hreinum vörum hlotið þessi verðlaun síðustu ár.
Það vekur eftirtekt erlendis að fá þessi verðlaun og við erum mjög stoltar, þar sem yfir 600 vörumerki frá 39 löndum taka þátt. Við hjá Feel Iceland höfum alltaf lagt mikla áherslu á hreinleika, virkni og umhverfisvernd í okkar vöruþróun og nú sjáum við að sú vinna er að skila sér.