Leynihráefnið í morgunverði heilsumarkþjálfans

Sent af Feel Iceland þann

Júlía Magnús­dótt­ir heil­su­markþjálfi og hrá­fæðiskokk­ur hef­ur hjálpað fjölda­mörg­um með mataræði sitt og hafa nám­skeiðin henn­ar notið mik­illa vin­sælda.

Júlía deil­ir hér með okk­ur upp­á­halds morg­un­verðinum sín­um sem er kó­kosjóg­úrt með mangó, granóla og ferskri myntu. Það að auki not­ar Júlía alltaf kolla­gen sem hún seg­ir að sé al­gjör nauðsyn.

„Eft­ir 25 ára ald­ur­inn minnk­ar nátt­úru­leg fram­leiðsla lík­am­ans á kolla­geni um 1% á ári en kolla­gen er eitt af þeim efna­sam­bönd­um sem eru húðinni mik­il­væg­ust. Með því að taka inn kolla­g­en­duft erum við að örva aðra fram­leiðslu lík­am­ans á próteini sem hjálp­ar til við að viðhalda upp­bygg­ingu vefja lík­am­ans. Kolla­genið er því talið hjálpa við að hægja á öldrun húðar, styðja við melt­ingu, hjálpa liðum ásamt því að hafa já­kvæð áhrif á hár­vöxt,“ seg­ir Júlía en hún seg­ist dug­leg að setja það út í allskon­ar mat.

„Mér finnst lyk­il­atriði að morg­un­mat­ur sé fljót­leg­ur, nær­andi og gef­ur góða orku í dag­inn og þessi upp­skrift ger­ir akkúrat það fyr­ir mig. Ég byrjaði að bæta við kolla­gen duft­inu út í jóg­úr­tið og finn meiri fyll­ingu og að ég sé sadd­ari leng­ur en í ein­um skammti af kolla­gen dufti frá Feel Ice­land eru 9 g af próteini. Auka­lega í upp­skrift­inni er prótein frá hnet­um, fræj­um, höfr­um sem eru í granola-inu ásamt chia fræj­um.

Júlía seg­ist nota ís­lenska kolla­genið frá Feel Ice­land en það sé þægi­legt að blanda því sam­an við jóg­úrt, búst eða sj­eik án þess að taka eft­ir því. Svo má líka baka úr því og setja duftið í smá­köku eða hrá­köku-bakst­ur­inn.

← Eldri færsla Nýrri færsla →

Skildu eftir athugasemd

Success Stories

RSS
Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu

Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu

Feel Iceland

Gylfi Einarsson fyrrverandi knattspyrnumaður lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2011 vegna meiðsla i mjöðmum. Konan hans benti honum þá á kollagen bætiefnin frá Feel Iceland en...

Lestu meira
Ragnheiður Vernharðsdóttir

Ragnheiður Vernharðsdóttir

Feel Iceland

„Móðurhlutverkið snýst um jafnvægi – þetta er ferðalag stútfullt af ást og kærleika, sem byrjar hjá sjálfri þér“ Ragnheiður Vernharðsdóttir er 4 barna móðir, líkamsræktarþjálfari,...

Lestu meira