
Hrefna Kristún Jónasdóttir er 21 árs atvinnuballettdansari hjá Ballet Theatre UK. Hann fann mikið fyrir álagi á fæturna og var með mikla verki í ökkla sem er algengt meðal dansara. Sjúkraþjálfarinn hennar mælti með Feel Iceland kollageninu. ,,Ég er aleg viss um að kollagenið hefur góð áhrif á beinin meðan Joint Rewind smyr liðina. Það er ekki hægt annað en að mæla með þessum vörum því þær hafa flýtt fyrir bata mínum”, segir Hrefna Kristrún. “Þetta er þar að auki íslensk vara og maður treystir innihaldinu vel.”
Hrefna Kristrún Jónasdóttir, atvinnuballettdansari hjá Ballett Theatre UK
Hrefna Kristrún er ballerína í hörðum heimi listarinnar
Það er krefjandi að sýna ballett daglega og stundum tvisvar á dag. Hrefna hefur fundið fyrir álagsmeiðslum og segir að í rauninni hafi fríið undanfarið verið kærkomin hvíld fyrir líkamann þótt æfingar haldi áfram daglega hér heima. Það eru ekki margir Íslendingar atvinnuballettdansarar og þess vegna er gaman að því að tvíburasysturnar, Hrefna Kristrún og Erna Kristín, hafa náð svona langt. Ballet Theatre UK er staðsett norðan við London en það er ferða leikhús sem ferðast um Bretland. “Við erum undir sérstöku álagi vegna ferðalaganna. Í fyrra voru fyrirhugaðar 130 sýningar en það breyttist vegna COVID. Við vorum búin með 78 sýningar þegar allt varð stopp. Núna er akkúrat eitt ár síðan leikhúsið lokaði. Það breyttist heilmikið í okkar lífi við það,” segir Hrefna Kristrún. “Það er auðvitað svekkjandi að missa svona langan tíma í leikhúsinu en við lítum bjartsýnum augum á að það verði hægt að opna aftur í sumar.” Hrefna Kristrún og Erna Kristín, tvíburasystir hennar, voru aðeins þriggja ára þegar þær hófu ballettnám í Washington DC í Bandaríkjunum. Þá bjó fjölskyldan þar. “við systurnar vorum dolfallnar yfir myndinni “Barbie in the Nutcracker”. Afi okkar, Knútur Hallsson, ráðuneytisstjóri og formaður kvikmyndasjóðs Íslands, var mikill ballettunanndi. Hann setti iðulega klassíska tónlist á fóninn og við dönsuðum með. Móðir okkar, Halldóra Þórarinsdóttir, ákvað að skrá okkur í balletttíma þegar hún sá þennan áhuga. Sjálf hafði hún alist upp á Hvammstanga og þar var ekki boðið upp á ballettnám sem hana dreymdi þó um. Þegar við fluttum aftur heim til Íslands hófum við nám hjá Listdansskóla Íslands og útskrifuðumst þaðan. Einnig sóttum við tvisvar sumarnámskeið hjá San Francisco ballettinum og í eitt skipti í Chicago auk námskeiðs í Kaupmannahöfn. Við höfum því farið víða og sótt okkur reynslu,” segir Hrefna Kristrún.
Harður listheimur
Fyrir tveimur árum fóru systurnar að leita eftir atvinnutækifærum í ballettinum í Evrópu. Þær komust í nokkrar prufur meðal annars í Grand Audition í Barcelona þar sem umsóknir voru yfir eitt þúsund. Rúmlega tvö hundruð manns fá að mæta í prufu. Systurnar komust í gegnum fyrstu þraut og var boðið að koma aftur og dansa sóló. “eftir það voru 30 kallaðir í viðtal og við vorum meðal þeirra. Í lokin fengu 4 dansarar samning og BTUK og við systurnar meðal þeirra,” segir Hrefna Kristrún. “það eru einungis tvö prósent dansara í heiminum sem fá atvinnutækifæri svo þetta er harður heimur,” segir hún. “Við ákváðum að skrifa undir samning og flytja til Bretlands.” Fyrsta sýningin sem systurnar tóku þátt í var Galdrakarlinn í Oz. “það urðu sjötíu sýningar víða um Bretland. Síðan tók við ballettinn Giselle sem er dramatískt verk. Það er mikið ævintýri að taka þátt í þessu. Ballettinn er bæði íþrótt, listgrein og tjáningaform. Maður þarf að vera sterkur til að geta höndlað æfingar í átta tíma á dag auk sýninga. Næsta sýning hjá okkur verður Snjódrottningin eftir H.C. Andersen sem er mjög spennandi verkefni.” Hrefna Kristrún segist vera ævinlega þakklát Listdansskóla Íslands því þar hafi hún fengið mikla hvatningu. “Við höfum fengið að stunda æfingar í skólanum núna í COVID sem við erum afar þakklátar fyrir. Við verðum að halda okkur í formi og það er ómetanlegt að hafa fengið að nota Sali skólans til æfinga.”
Sjúkraþjálfarinn mælti með Feel Iceland kollageni
Hrefna Kristrún fann mikið fyrir álagi á fæturna og var með mikla verki í ökkla sem er algengt meðal dansara. “Vegna þess hversu sýningar voru margar gafst aldrei tími til að hvíla ökkla sem er algengt meðal dansara.”Vegna þess hversu sýningar voru margar gafst aldrei tími til að hvíla ökklann. Þar sem ég var komin með samning var ekki um annað að ræða en dansa þótt ég finndi til í fætinum. Það var þess vegna lán í óláni að loka þurfti leikhúsinu. Ég hvíldi fótinn í tvo mánuði en fékk ekki bata enda kom í ljós eftir myndatöku að ég var með aukabein í fætinum. Eftir skurðaðgerð þurfti ég að ná aftur liðleikanum hjá sjúkraþjálfaranum mínum, Ásta Árnadóttir, sjúkraþjálfari í orkuhúsinu, benti mér á að taka joint rewind hylkin frá Feel Iceland. Ég trúði varla hversu mikinn mun ég fann strax á líðan minni. Þetta var eins og að fá smurningu á liðinn. Ég hætti að taka hylkin í nokkra daga til að prófa og fann þá strax aftur til í fætinum. Ég hef því haldið áfram að taka þau inn með góðum árangri og bætt kollageninu frá Feel Iceland við. Það hefur haft mjög góð áhrif á húð og hár. Núna er það partur af daglegri rútínu hjá mér að taka bæði þessi fæðubótarefni,” segir Hrefna Kristrún. Joint Rewind er í hylkjaformi en kollagenið er duft sem hún setur út í vatnið, smoothie eða appelsínusafa. “Stundum bý ég til acai skál og set kollagenið út í hana. Þetta eru ofurber sem ég blanda saman við jarðarber, banana og bláber. Það er mjög einfalt að útbúa svona graut og í raun auðvelt að gúgla uppskrift. Ég set eina til tvær skeiðar af kollageni saman við acai berin. Svona skál gefur manni góðan kraft fyrir daginn. Ég er alveg viss um að kollagenið hefur góð áhrif á beinin á meðan Joint Rewind smyr liðina. Það er ekki hægt annað en að mæla með þessum vörum því þær hafa flýtt fyrir bata mínum,” segir Hrefna Kristrún. “þetta er þar að auki íslensk vara og maður treystir innihaldinu mjög vel.”
Acai skál
Hérna kemur uppskrift að morgunverði frá Hrefnu Kristrúnu
2 stórar matskeiðar af vanillu skyri
1 matskeið af acai dufti
1 banani, betra ef hann er frosinn/kaldur
2 lúkur af frosnum bláberjum
1 lúka af jarðarberjum
Ofangreint blandast saman og hægt að stinga í frystinn í 30 mínútur. Að lokum er hægt að toppa með ýmsum ávöxtum t.d. þurrkaðir bananar, hindber, bláber, jarðaber, sólblómafræ, chia fræ og granóla.
Þakklátir áhorfendur
Ballerínan segist hlakka mikið til að fara aftur til Bretlands og hefja ferilinn á nýjan leik. “Við förum út í ágúst og verðum í endurþjálfun í mánuð áður en allt fer í gang. Yfirleitt fara þrjár vikur í æfingar á nýju verki. Markmið flokksins er að halda miðaverði hóflegu og leyfa fólki úti á landsbyggðinni að eiga þess kost að sjá ballett. Við komum því í marga fallega smábæi og fólkið þar er svo þakklátt og ánægt. Litlu krakkarnir brosa til okkar út salnum og það er svo fallegt,” segir hún. Hrefna Kristrún segist gjarnan vilja dansa á Íslandi en tækifærin séu ekki til staðar. “Það væri mjög skemmtilegt ef hægt væri að setja upp klassíska ballett sýningu hér á landi enda margir hæfileikaríkir dansarar. Rætur mínar liggja á Íslandi og það væri frábært að geta búið hér en sem atvinnumaður þarf ég að starfa erlendis. Ég stefni á að vera áfram í Bretlandi en það gæti breyst ef ég fæ samning annars staðar. Við systurnar erum mjög samrýmdar í öllu sem við gerum og höfum nánast sömu áhugamál. Það eru margir kostir við að vera saman í þessu. Síðan hafa foreldrar okkar verið einstaklega hvetjandi og sýnt okkur mikinn stuðning.”
