Núna get ég allt!



Benjamín Jónsson Wheat varð fyrir því óláni að rífa liðþófa í hné þegar hann æfði stíft fyrir Spartan-hlaup í fyrra og þurfti í aðgerð á eftir. Hann þakkar kollageni frá Feel Iceland skjótan bata og segir það hafa opnað sér nýjan heim, fullan orku og vellíðunar.

Nú get ég allt

Benjamín Jónsson Wheat varð fyrir því óláni að rífa liðþófa í hné þegar hann æfði stíft fyrir spartan-hlaup í fyrra og þurfti í aðgerð á eftir. Hann þakkar kollageni frá Feel Icealnd skjótan bata og segir það hafa opnað sér nýjan heim, fullan orku og vellíðunar.

Faðir minn, Jón Wheat var Bandaríkjamaður sem þurfti að taka upp íslenskt nafn þegar hann flutti til Íslands, eins og reglur kváðu á um í þá daga, og úr varð jón í stað John,” Útskýrir Benjamín Jónsson Wheat sem fæddist í Bandaríkjunum en flutti til Íslands ársgamall og ólst upp í keflavík þar til hann flutti sig um set í Kópavog þegar hann hóf verkfræðinám í Háskóla Íslands. “pabbi var rafeindavirki og ég hugsaði um að feta í fótspor hans en lét slag standa að fara frekar í rafmagns-og tölvunarverkfræði. Ég sé sannarlega ekki eftir því enda fann ég mína réttu hillu í verkfræðinni og gæti ekki hugsað mér að vera í öðru,” segir Benjamín sem í dag starfar sem hugbúnaðarprófari og gætir þess að hugbúnaður fyrirtækja virki sem skyldi. “starfinu fylgja nýjar áskoranir á hverjum degi og sífellt eitthvað nýtt og áhugavert sem heillar mig.”

 

Góðar fyrirmyndir barna sinna

Benjamín er kvæntur Elvu Dögg Guðbjörnsdóttur og eiga þau tvær dætur og einn son saman; tíu, tólf og fjórtán ára gömul. “við Elva höfum alltaf haft að leiðarljósi að vera góðar fyrirymyndir barnanna okkar með því að ástunda hreyfingu og heilsunæman lífsstíl. Það hefur svo skilað sér í áhuga þeirra á hollu líferni, krakkarnir eru öll í fótbolta hjá Breiðabliki og dugleg að koma með okkur foreldrunum í hlaup eða hjólatúra í Heiðmörk og kringum Hvaleyrarvatn, sem eru miklir uppáhalds staðir hjá okkur. Allt skapar það dýrmætar samverustundir fjölskyldunnar og þegar upp er staðið þykir þeim það miklu skemmtilegra en að hanga heima í tölvunni,” segir Benjamín sem passar líka upp á að eiga strákatíma með syninum, bara þeir tveir að spretta saman og spjalla. “Ég hef alltaf verið duglegur að hreyfa mig, var í sundi sem strákur og æfði lengi vel ólýmpískar lyftingar og kraftlyftingar. Á sama tíma hef ég alltaf verið svolítið þungur á mér og hægur, og ákvað því að fara í Boot Camp til að efla mig og dró konuna með mér í það fyrir um áratug, en hún er mikil keppniskona eins og ég,” segir Benjamín sem hefur stundað Boot Camp síðastliðin tólf ár. “Boot Camp fer með mann langt út fyrir þægindarammann og einmitt þannig vil ég hafa það. Því erfiðara, því betra. Boot Camp æfingar verða aldrei auðveldar en þær eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Ég er svo sem enn hægur og þungur á mér en ég nýt samt hverrar mínútu á æfingu. Það er líka yndislegt fyrir hjón að stunda sport saman. Við tökum til dæmis þátt í alþjóðlegum Spartan hlaupum. Það eru tíu til fimmtán kílómetrar utanvegahlaup og þrautabraut sem þarf að leysa á leiðinni, klifur og hopp yfir veggi og fleira í anda Boot Camp, alveg óskaplega skemmtilegt. Spartan hlaupin eru gulrót sem fær mann til að leggja enn meira á sig og í stað þess að fara í hefðbundnar borgarferðir förum við Elva utan í þrek- og ævintýraferðir og höfum sótt Spartan hlaup til Barcelona, Lundúna og Stokkhólms. Við ætluðum til Madríd í fyrra en kórónuveiran stóð í vegi fyrir því. Engu að síður erum við að æfa okkur fyrir næsta hlaup og verðum tilbúin hvenær sem sá gluggi opnast á ný.”

 

Fann fljótt mun

Benjamín gekkst undir liðþófaaðgerð á hné fyrir rúmu ári síðan. “Ég hef verið slæmur í hnjám frá því ég man eftir mér, alltaf mjög verkjaður á æfingum en látið mig hafa það. Svo gerðist það í fyrra að ég reif liðþófa í öðru hnénu á æfingu fyrir Spartan hlaup og fór í kjölfarið undir hnífinn. Vanalega tekur heilt ár að jafna sig eftir slíka aðgerð en ég fór að skoða hvað ég gæti gert til að koma mér sem fyrst af stað aftur of fór reyndar aðeins of geyst af stað, þannig að ég svaf ekki fyrir verkjum á næturnar,” upplýsir Benjamín. Það var eiginkonan Elva Dögg sem kom honum á sporið eftir að hafa lesið greinar um magnaðan árangur fólks af Feel Iceland kollageni. “úr varð að ég keypti mér bæði Joint Rewind-töflur og kollagen duft frá Feel Iceland og árangurinn lét ekki á sér standa. Mér fór fljótlega að batna og líða mun betur og í dag er ég alveg verkjalaus. Það er allt annað líf að geta farið á æfingar án þess að vera undirlagður af verkjum. Ég hafði sætt mig við að vera alltaf slæmur í hnjánum en þakka nú kollageninu og Joint Rewind að allt sé komið í lag. Feel Iceland kollagen hefur opnað mér nýjan og betri heim. Ég tek það á hverjum degi og tek það með mér hvert sem ég fer,” segir Benjamín.

 

Þakklátur fyrir Feel Iceland

Benjamín tekur inn fjórar Joint Rewind töflur á dag og byrjar dag hvern á því að setja eina góða skeið af kollageni út í morgunkaffið eða morgun boostið sitt. “fyrir æfingar set ég aðra góða skeið í kalt vatn. Mér finnst kollagenið flýta mikið fyrir endurheimt, ég er skotfljótur að jafna mig eftir æfingar og er strax tilbúinn í næstu æfingu. Árangurinn er hreint ótrúlegur. Það er æðisleg upplifun að geta loksins tekið lengri hlaupaæfingar og ekki fundið fyrir neinu öðru en því hvað hlaupin eru orðin áreynslulaus og skemmtileg.” Áður en Benjamín fór að taka inn kollagen frá Feel Iceland var hann vanur að taka tvær erfiðar hlaupaæfingar á viku. “Í hvert sinn tók mig langan tíma að jafna mig en nú hleyp ég fjórum sinnum í viku fyrir Spartan hlaupið og finn hvorki fyrir verkjum né álagsþreytu. Ég hef einfaldlega aldrei verið betri og verð í raun betri með hverjum deginum sem líður. Ég er óskaplega þakklátur fyrir að vera laus við liðverkina og held áfram að taka kollagen á hverjum degi. Nú get ég allt án þess að hika, hlaupið náttúruhlaup sem reyna á stökk upp á steina og stokka, upp og niður í móti, og það er draumur að geta hlaupið verkjalaus svona langt og lengi,” segir Benjamín. Elva Dögg, kona Benjamíns, tekur líka inn kollagen frá Feel Iceland og finnur mikinn mun á húð sinni, hári og nöglum. “Ég mæli svo innilega með kollageni frá Feel Iceland því það hefur gert kraftaverk fyrir mig. Ég hef náð undraverðum bata og hefði ekki trúað hversu magnað kollagenið er nema að hafa reynt það á eigin skinni. Meira að segja krakkarnir hafa notið góðs af þessu undraefni því þegar þau hafa kvartað undan álagsverkjum á erfiðum fótboltamótum hef ég gefið þeim hálfa skeið og árangurinn ekki leynt sér til hins betra.”



← Eldri færsla Nýrri færsla →

Skildu eftir athugasemd

Success Stories

RSS
Ómissandi partur af minni daglegu rútínu

Ómissandi partur af minni daglegu rútínu

Ankra ehf
Ankra ehf

„Frábær árangur á liðum og endurheimt með Feel Iceland kollageni“Karitas María Lárusdóttir, einkaþjálfari og kennari hjá World Class, upplifði stórkostlegan mun eftir að hún bætti...

Lestu meira
Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu

Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu

Feel Iceland

Gylfi Einarsson fyrrverandi knattspyrnumaður lagði fótboltaskóna á hilluna árið 2011 vegna meiðsla i mjöðmum. Konan hans benti honum þá á kollagen bætiefnin frá Feel Iceland...

Lestu meira